Próf & aftur próf

Jæja þá er ég búin í þessu blessaða afbyggingarprófi & þori ég varla að segja til um hvernig mér gekk, náði að svara öllum spurningum en svo er bara spurningin hvernig kennarinn metur þær hjá mér Errm Ekki auðveldasta fag sem ég hef tekið & hlakkar mig mjög til þegar þessi áfangi klárast í vor Grin En svo er bara að byrja læra undir næsta próf sem er á fimmtudag í upplýsingarrýni.

Gærdagurinn var að mestu nýttur í prófalestur en Jói var heima fyrir hádegi með miðbarnið enda komin með bullandi hita & magaverk Shocking Ég nefnilega gat ekki sleppt skólanum þar sem ég var að gera rýnihóparannsókn & ekki hægt að taka það neitt upp aftur, ég hefði bara fengið 0 ef ég hefði ekki mætt Errm Ég á náttúrulega svo góða foreldra að þegar ég sá fram á það að hitinn hjá stelpunni hækkaði bara & hún ekkert á leiðinni í skólann daginn eftir þá tók mamma bara ákvörðun fyrir mig Tounge Já þegar hún kom með strákinn minn til mín eftir leikskólann þá ákvað hún bara að taka stelpuna & hafa hana hjá sér Wink Bæði svo ekki þyrfti að vekja hana snemma um morguninn & einnig svo ég gæti lært fyrir prófið mitt Grin Um kvöldið kom Svandís, systir Jóa, til að passa fyrir okkur þar sem Jói var að fara á bæjarmálafund & ég að fara upp í skóla að læra Smile 

Elín var nú orðin hitalaus í dag & fer í skólann á morgun en verða samt í pössun hjá ömmu sinni svo ég geti unnið aðeins fyrir Möggu tengdó í Ultratone á meðan hún útréttar. Margt sem þarf að gera áður en þau halda út til Boston eftir viku Woundering Jói & Svandís fóru svo í dag á jarðaför hjá Freyju bestu frænku þeirra. Ég bauð svo Svandísi í mat & í ljós til að þakka fyrir pössunina kvöldið áður Grin Vá hvað var þægilegt að liggja í bekknum & slaka á í smá tíma Smile Tengdó & Ólína fóru suður í dag & komu samt aftur heim í kvöld þar sem þau voru í viðtali hjá hjartalækninum. Allt gekk vel & mörgum spurningum svarað. Þau fara semsagt út eftir viku eða 11.mars & aðgerðin 14.mars. Hugur okkar verður hjá þeim allan tíman úti Halo

Jæja læt þetta nægja í bili

Prófkveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Innlit og kvitt

Páll Jóhannesson, 4.3.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.3.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Brynja skordal

Gangi þér vel áframm í skólanum og gott að litla skvísan þín er orðin hress já alltaf gott að eiga góða að hafðu góðan dag

Brynja skordal, 6.3.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband