Náttfatadagur

Ég held hreinlega að það hafi verið komin tími á einn svoleiðis, náttfatadag Grin Við krakkarnir erum búin að vera í náttfötunum í allan dag, Jói hins vegar bara í fötum, rosa hallærislegur miðað við okkur hin Tounge Þetta er búið að vera svo notalegt & krakkarnir búnir að vera svo góðir að leika sér í allan dag & eru enn Halo Ég man hreinlega ekki eftir því að við höfum öll, utan við Jóa, verið allan dag í náttfötum, höfum stundum klætt okkur vel eftir hádegi. Ég var byrjuð að læra fyrir hádegi & Jói í bókhaldinu, ég einmitt er líka búin að vera baka marens í dag, fyrir afmælið hans Jóns Páls um næstu helgi. Ávað að byrja að baka, marensa & brúna botna til að auðvelda mér lífið í vikunni, voða sniðug Wink Við ætlum að halda upp á afmælið hans Jóns Páls næsta sunnudag þó svo hann eigi afmæli á laugardaginn. Ástæðan er sú að Samfylkingin er með ráðstefnu, bleik orka & verður Jói auðvitað að vera á svæðinu sem varaformaður ungliðanna Wink Svo eru trúlega ég & fjölskylda mín & fleiri að fara á jarðaför svo við ákváðum að fara bara út að borða með fjölskylduna á laugardagskvöldið Grin

Dagurinn í gær var bar fínn, Margrét Birta fór í afmæli út á Þelamörk til bekkjabróður síns & skemmti sér konunglega. Við skruppum í smástund til Möggu í Ultratone. Ég fór seinnipartinn & farðaði nokkrar stelpur fyrir árshátíðina, viðurkenni að þegar ég sá alla fína & flotta þá langaði mig pínu að fara en ég fer bara næsta ár Wink Kvöldið var líka þægilegt, Ásta vinkona & Halldóra vinkona komu til mín & voru hjá mér til miðnættis en þá þurftu þær að fara sinna litlu krílunum sínum Smile Við gerðum saman þennan fína marensrétt með vanillusósu, rjóma & ferskum ávöxtum & var hreint út sagt æðislegur, geri hann sko pottþétt fyrir afmælið Grin Svo komst á hreint í gær að Ólína fer í aðgerðina 14.mars svo nú fer bara allt á fullt, ég ætla að reyna aðstoða Möggu við að vera í Ultratone & við mamma reynum svo að sjá saman um baksturinn & skreytingarnar fyrir ferminguna Joyful Allir leggjast á eitt & hjálpast að, þannig eiga líka fjölskyldur að starfa Grin

Jæja ætla að fara gera pasta handa okkur & halda svo áfram í þessari blessuðu afbyggingu sem ég elska svo Sick 

Afbyggingarkveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Einn fyrir alla og allir fyrir einn - þannig eru sannar fjölskyldur.

Páll Jóhannesson, 2.3.2008 kl. 20:27

2 identicon

Til hamingju með nýju síðuna, það á eftir að taka smá tíma að venjast henni. Afskaplega hefði ég viljað nú vera með ykkur stelpunum, en það er svona að vera að vinna.

Sædís

Sædís vinkona (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.3.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Brynja skordal

Ah svo notalegt að vera bara í náttfötum framm eftir degi góðir svoleiðis dagar

Brynja skordal, 4.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband