Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Náttfatadagur

Ég held hreinlega að það hafi verið komin tími á einn svoleiðis, náttfatadag Grin Við krakkarnir erum búin að vera í náttfötunum í allan dag, Jói hins vegar bara í fötum, rosa hallærislegur miðað við okkur hin Tounge Þetta er búið að vera svo notalegt & krakkarnir búnir að vera svo góðir að leika sér í allan dag & eru enn Halo Ég man hreinlega ekki eftir því að við höfum öll, utan við Jóa, verið allan dag í náttfötum, höfum stundum klætt okkur vel eftir hádegi. Ég var byrjuð að læra fyrir hádegi & Jói í bókhaldinu, ég einmitt er líka búin að vera baka marens í dag, fyrir afmælið hans Jóns Páls um næstu helgi. Ávað að byrja að baka, marensa & brúna botna til að auðvelda mér lífið í vikunni, voða sniðug Wink Við ætlum að halda upp á afmælið hans Jóns Páls næsta sunnudag þó svo hann eigi afmæli á laugardaginn. Ástæðan er sú að Samfylkingin er með ráðstefnu, bleik orka & verður Jói auðvitað að vera á svæðinu sem varaformaður ungliðanna Wink Svo eru trúlega ég & fjölskylda mín & fleiri að fara á jarðaför svo við ákváðum að fara bara út að borða með fjölskylduna á laugardagskvöldið Grin

Dagurinn í gær var bar fínn, Margrét Birta fór í afmæli út á Þelamörk til bekkjabróður síns & skemmti sér konunglega. Við skruppum í smástund til Möggu í Ultratone. Ég fór seinnipartinn & farðaði nokkrar stelpur fyrir árshátíðina, viðurkenni að þegar ég sá alla fína & flotta þá langaði mig pínu að fara en ég fer bara næsta ár Wink Kvöldið var líka þægilegt, Ásta vinkona & Halldóra vinkona komu til mín & voru hjá mér til miðnættis en þá þurftu þær að fara sinna litlu krílunum sínum Smile Við gerðum saman þennan fína marensrétt með vanillusósu, rjóma & ferskum ávöxtum & var hreint út sagt æðislegur, geri hann sko pottþétt fyrir afmælið Grin Svo komst á hreint í gær að Ólína fer í aðgerðina 14.mars svo nú fer bara allt á fullt, ég ætla að reyna aðstoða Möggu við að vera í Ultratone & við mamma reynum svo að sjá saman um baksturinn & skreytingarnar fyrir ferminguna Joyful Allir leggjast á eitt & hjálpast að, þannig eiga líka fjölskyldur að starfa Grin

Jæja ætla að fara gera pasta handa okkur & halda svo áfram í þessari blessuðu afbyggingu sem ég elska svo Sick 

Afbyggingarkveðjur

Dagga


Smith, Mills, Burke, Marx, Leo & Nietzhe

Úff maður, komið eftir miðnætti á föstudagskvöldi & mín situr ennþá við tölvuna að læra & það fyrir afbyggingu Sick Ekki uppáhaldsfagið mitt enda get ég ekki með neinu skilið af hverju í ósköpunum ég þarf að sitja þetta fag GetLost Hvað ætli skipti miklu máli að ég þekki þessa karla í mínu blessaða sálfræðinámi. Smith & Mills frjálshyggjumenn, Burke íhaldssamur, Marx & kommúnistaávarpið, Leo the pope kaþólikki & Nietzhe of flókinn til að ætla að ræða hér Errm Er semsagt að fara í próf á þriðjudaginn í afbyggingu, 30% próf úr fyrsta hlutanum & er áfanginn kenndur á ensku & þar af leiðandi prófið allt á ensku Woundering Ég hef nú alltaf verið talin frekar fær í enskunni en þetta er bara glatað, allt lesefni á svo óskiljanlegu gömlu máli sem finnst sumt hvert ekki í orðabókum. Ekki hjálpar til að þetta eru heimspekingar, pólitíkusar & aldrei er nú auðvelt að skilja þá oft, hvort sem er á íslensku eða ensku Undecided 

Ég hreinlega varð að koma þessu frá mér, pirringnum, áður en ég fer að sofa á eftir svo hann fylgi mér ekki í bólið Sleeping Annars fer morgundagurinn bara í hreingerningu, elstu stelpunni boðið í afmæli & svo er ég að farða nokkrar stelpur fyrir árshátíð HA sem ég ákvað að sleppa þetta árið Wink Jói mun svo nýta helgina í bókhald & skattaskýrslur enda sá tími að byrja hjá okkur & alltaf nóg að gera í þeim efnum Grin

Svo í dag fékk hún Ólína okkar, systir Jóa, að vita hvenær hún gæti komist í aðgerðina, ef hún tekur þeim degi Errm Ekki er mikill frestur enda er talað um 14.mars & þyrfti hún að vera komin út til Boston á sjúkrahúsið 13.mars. Henni finnst ákvörðunin erfiðust því henni langar að fermast með bekknum sínum sem er 29.mars Woundering Málið er að hún þarf að vera á úti í um 2 vikur & á mörkunum að hún nái en gæti það kannski. Fjölskyldan tekur ákvörðun um helgina & allir taka bara höndum saman um að reyna láta hana fermast þann daginn. Við mamma ætlum að hjálpa þá Möggu við bökunar/skreytingar stúss svo hún þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á því sviði Grin

Jæja svona í lokin, allir að mæta í Ultratone á morgun á opinn dag frá kl.10-14 & kíkka á starfsemina Grin

Afbyggingarkveðja

Dagga


« Fyrri síða

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1249

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband